16.11.2020 21:41Hafbjörg Ns Dregur Gisla Súrsson i landþað er mikið búið að ganga á hjá skipverjum á Gisla Súrssyni undanfarinn sólahring fyrst fengu þeir i Skrúfna og siðan voru dregnir i land af Vésteini Gk sem að er i eigu sömu útgerðar siðan fótbrotnaði skipverji um borð og i dag tók steininn úr þegar báturinn varð vélavana og var björgunnarbáturinn Hafbjörg i eigu Landsbjargar fengin til að sækja hann og töldu skipverjar að skrúfann væri jafnvel horfinn af Bátnum myndir Guðlaugur Björn Birgisson
Skrifað af Þorgeir 16.11.2020 14:12Hoffell með nýtt kælikerfiUndanfarnar sex vikur hefur Hoffellið verið í slipp í Þórshöfn í Færeyjum. Stærsta verkefnið var að skipta um kælikerfi, en undirbúningsvinna fyrir þau skipti hafði verið framkvæmd í áföngum. Þá var gírinn fyrir aðalvélina einnig yfirfarinn og ljósavélin tekin upp. Kjartan Reynisson útgerðarstjóri sagði að allt hefði gengið nokkurn vegin samkvæmt áætlun og verkin væru vel unninn líkt og áður hjá frændum vorum í Færeyjum. Þá var gert við smáræði hér og þar, málað og snyrt. “Þetta var góð yfirhalning” sagði Kjartan og bætti því við að fyrirbyggjandi viðhald væri ávalt farsælast. Skip Loðnuvinnslunnar fara að jafnaði í slipp annað hver ár, þar sem þau eru botnhreinsuð og máluð auk venjubundins viðhalds. En þegar mikið þarf að gera líkt og að skipta út kælikerfi þarf að fara oftar, það liggur í hlutarins eðli. Nú er Hoffellið lagt af stað á miðin og mun þessi túr segja til um gæði nýja kælikerfisins en það á að geta kælt hraðar og betur en það sem fyrir var. Ávalt hefur verið metnaður hjá LVF að hafa skip, báta, vélar og tæki í fullkomnu ástandi þannig að öryggi þeirra sem starfa sé ávalt eins og best verður á kosið. Og þá geta Hoffellsmenn raulað við störf sín: “stolt siglir fleygið mitt”. Heimasiða Loðnuvinnslunnar BÓA Nýtt Kælikerfi um borð i Hofelli su Mynd kjartan Reynisson
Skrifað af Þorgeir 15.11.2020 09:21þinganes SF 25
Skrifað af Þorgeir 15.11.2020 08:55Líklega hljóðlátasta skip heims
Af Vef Fiskifretta 8 nóvember 2020Guðjón Guðmundsson 8. nóvember 2020 kl. 13:00 Jákup Sverri, nýtt hafrannsóknaskip Færeyinga.Nýju rannsóknaskipi Færeyinga, Jákup Sverri, var gefið nafn í síðustu viku í MEST skipasmíðastöðinni í Færeyjum. Samkvæmt viðurkenndum neðansjávarmælingum er skipið líklega það hljóðlátasta í heimi. Tvö ár í smíðum Rannsóknaskipið var tvö ár í smíðum. Fyrra árið fór í að ljúka smíði skrokksins í WBS skipasmíðastöðinni í Litháen og síðara árið fór í að ganga að fullu frá skipinu hjá MEST skipasmíðastöðinni í Þórshöfn. Skipið er 54 metrar á lengd og 13,6 á breidd. Það gengur hraðast 15 hnúta. Í því eru 13 eins manns klefar, 6 tveggja manna klefar og sjúkrastofa með tveimur rúmum. Skipið er með sjö þilför og í því er að finna stórt fundarherbergi og líkamsræktarsal. Jákup Sverri er útbúinn hátæknivæddum búnaði til fisk- og hafrannsókna og jarðskjálftamælinga. Á skipinu er fellikjölur sem nýtist til þess að koma viðkvæmum mælitækjum á þriggja metra dýpi undir skipinu. Í skipinu er vinnsla, rannsóknastofa og sérútbúin rými til vísindarannsókna. Jákup Sverri er með dísil-rafknúinni aflrás. Hlutverk hennar er ekki einungis að draga úr eldsneytisnotkun skipsins heldur ekki síður úr hljóðum. Rafmótor knýr fimm blaða skrúfuna og það er þess vegna án gírbúnaðar. Afkastageta aflrásarinnar er 2.400 kW sem umreiknað er 3.200 hestöfl. Raforkan er framleidd í tveimur dísilknúnum rafölum af gerðinni Wärtsilä 8L20, sem hvor um sig hefur afkastagetu upp á 1.500 kW. Auk þess er skipið með rafknúnum vindum þannig að í stað þess að vökvaleiðslna tengjast rafleiðslur vindunum og því engin hætta á leka frá vökvabúnaði. Skrifað af Þorgeir 14.11.2020 23:35Meira frá Dalvik
Skrifað af Þorgeir 13.11.2020 12:26Fallegt haustveður á Dalvik i dag
Skrifað af Þorgeir 13.11.2020 08:51Pálina Þórunn Gk landar á Siglufirði
Skrifað af Þorgeir 12.11.2020 21:37Ljósafell su 70
Skrifað af Þorgeir 11.11.2020 20:32Fin Veiði á Halanum
Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 160 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Hermann Einarsson skipstjóra og spurði út í túrinn. „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum, fyrst í kantinum vestan við Halann, svo í Þverál og enduðum á Halanum. Það var léleg veiði fyrsta einn og hálfan sólarhringinn en fín veiði eftir það. Það var bræla fyrsta daginn en síðan ágætis veður,“ sagði Hermann. Skrifað af Þorgeir 11.11.2020 10:57Sandfell komið i 500 milljónir
Það er dýrmætt þegar lífið getur gengið sinn vanagang. Ef síðustu misseri hafa kennt okkur eitthvað þá er það einmitt það. Á Sandfellinu sækja menn sjóinn rétt eins og þeir hafa gert til margra ára og það hefur gengið vel. 2000 tonn af afla kominn á land að verðmæti 500 milljóna króna! Hefð hefur skapast hjá Loðnuvinnslunni að færa áhöfnum, og öðrum starfsmönnum, köku til að fagna áföngum sem þessum. Áhöfnin á Sandfelli fékk sína köku. Rafn Arnarson skipstjóri á Sandfelli var að vonum sáttur og glaður með viðurkenninguna og kökuna. “Ég var bara einn um borð þegar kakan kom, strákarnir voru að sinna verkefnum annars staðar og ég þurfti að taka mig á að geyma kökuna þangað til þeir komu til baka” sagði þessi glaðlegi skipstjóri og bætti því við að kakan hefði verið afar góð. En hverju skal þakka gæfuna og gengið? “Það eru margir samhangandi þættir” svaraði Rafn, “margir túrar, frábær beita, góðar áhafnir, svo eitthvað sé nefnt” bætti hann við. Á Sandfelli eru tvær fjögurra manna áhafnir sem vinna tvær vikur í senn. Þegar greinarhöfundur spjallaði við Rafn var Sandfell í landi á Neskaupsstað til að sinna viðhaldi á ískrapavél, stefnt á að fara til veiða þegar því yrði lokið. Rafn gerði ráð fyrir því að þeir myndu leggja utan við Norðfjörð en sagði að væntanlega styttist í að þeir flyttu sig svolítið suður á bóginn. Fiskurinn stjórnar för. Skrifað af Þorgeir 10.11.2020 21:02Drangur Ár 307 orsökin að hann SökkSæmkvæmd áræðanlegum heimildum siðunnar var orsökin þess að báturninn að gleymst hafi að skrúfa fyrir Botnloka og þegar fór að leka inn lagðist hann á Stjónborðsiðuna þar sem að Slóglúga var opinn sem að siðan var þess valdandi að togarinn sökk á skömmum tima um nótttina
Skrifað af Þorgeir 10.11.2020 13:15Hvalaskoðunnarbátar á Akureyri
Skrifað af Þorgeir 09.11.2020 23:17Anna OG Margret i fiskihöfninni
Skrifað af Þorgeir 08.11.2020 11:37Áskell EA 48 landar á AkureyriI nótt kom Áskell EA 48 til hafnar á Akureyri til löndunnar og er það i fyrsta skipti sem að hann landar hér aflinn var um 80 tonn eða i kerjunum eins og Reynir Gestsson skipstjóri tjáði mér i morgun aflinn fer að hluta til i frystihús Gjögurs á Grenivik og restin á Markað skipið mun stoppa i 2 daga sem að er góð hvild fyrir áhöfnina þar sem að tiðarfarið hefur verið erfitt veðurfarslega séð siðustu vikur
Skrifað af Þorgeir 07.11.2020 23:48Baldvin Þorsteinsson EA 10
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1040 Gestir í dag: 29 Flettingar í gær: 3737 Gestir í gær: 72 Samtals flettingar: 1060456 Samtals gestir: 50932 Tölur uppfærðar: 21.12.2024 14:18:51 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is